Að fara aftur að vinna

Nú fer að líða að sumri, sem tákna oft tímamót hjá fólki.
Ýmist er fólk að fara aftur í vinnu eftir að hafa verið í skóla, jafnvel að útskrifast, mögulega ætla einhverjir aftur á vinnumarkað í haust eftir veikindaleyfi. Enn aðrir eru að ná sér eftir Covid og dreymir um að komast í vinnu á næstu mánuðum.


Sumar er tíminn þar sem við finnum oft kraft í að breyta eða halda áfram. Birtan allan sólarhringinn, hitinn og gleðin.
Að fara aftur á vinnumarkað getur komið með allskonar tilfinningar upp á yfirborðið, spennu, hræðslu, ótta að fara fram úr sér, spurningar eins og við hvað á ég að vinna? Svo lengi mætti telja.

Talið er að heilbrigður einstaklingur verji ⅓ ævi sinnar í vinnu og er vinnan því stór partur af lífinu okkar.

Þegar fólki er kippt út af vinnumarkaði er það vegna þess að það getur ekki sinnt hversdagsleikanum OG verið að vinna.
En við flokkum þetta oft þannig að við vinnum og svo sinnum við hversdagsleikanum sem á í raun að vera öfugt.

Því ættum við að spyrja okkur

-Get ég sinnt sjálfum mér?
Hreyft mig, hvílt mig eins og ég þarf, passað streituna mína og séð eins vel um mig og ég þarf?

-Get ég sinnt heimili?
Og börnum og fjölskyldu? Verslað í matinn? þrifið þvott? skúrað?

-Get ég sinnt félagslífi og áhugamálum?


Ef þetta er allt auðvelt þá er eðlilegt að bæta vinnunni ofan á.

-Og spyrja sig síðan eftir vinnudaginn hvernig er orkan mín?

-Fékk ég næringu í vinnunni?

-Hvað var gott við vinnudaginn minn?

-Er ég spennt/ur/tt að mæta aftur til vinnu á morgun?

-Er ég tilbúin að verja svona mörgum tímum af lífinu mínu í þessa vinnu?


Ef þú stendur á þessum tímamótum mæli ég með að þú spyrjir þig þessara spurninga hvort þú getir sinnt hversdagsleikanum?
Hvað þú getir bætt við þig mikilli vinnu til að halda ennþá hversdagsleikanum gangandi?


Við búum í landi þar sem við eigum að fá stuðning við að koma okkur á stað, læknar eru margir hverjir tilbúnir að hlusta og gefa manni rými til að finna leiðina sína á vinnumarkaðinn. 

En síðan er það alltaf bleiki fíllinn sem hangir oft yfir okkur

LANGAR MIG AFTUR Í SÖMU VINNU OG ÉG VAR Í?

Nærir þessi vinna mig? eða er hún ástæðan að ég ákvað að fara í nám eða fór í veikindaleyfi?

Er vinnan að draga úr mér allan kraft?


Mig langar að bjóða þér að gera þessa æfingu til að leita að svörum.

  1. Finndu þér stað og stund með autt blað/síma eða tölvu

  2. Lokaðu augunum og dragðu djúpt andann

  3. Hlustaðu á pepp tónlistina þína eða sæktu það sem peppar þig yfirleitt í lífinu

  4. Lentu vel í þér, finndu stólinn sem þú situr á halda þér uppi 

  5. Opnaðu svo augun þegar þú ert tilbúin

Og byrjaðu að skrifa, teikna lita hvað sem þér finnst best og dældu úr þér DRAUMA LÍFINU ÞÍNU

Hvað kemur upp?

Skoðaðu síðan vinnuna, hversdagsleikann og sjáðu hvernig/hvort þú ætlar út á vinnumarkaðinn.

Ef þú tengdir við eitthvað í þessum pósti endilega sendu mér línu og við getum farið yfir það betur saman

Kærleikskveðja
Karen Ösp