Rútínan kemur með haustinu

Þrátt fyrir yndislega sólardaga sem hafa minnt okkur á sumarið er hversdagsleikinn með sinni rútínu mættur inn á flest heimili.

Margir sjá fyrir sér ákveðna kvöð þegar rútínan kemur og að gíra sig inn á rútínuna.

Það er heimilið, skólinn, vinnan, börnin og jú svo eigum við líka að sofa rétt og borða rétt og ekki gleyma að hreyfa okkur. Oft hljómar þetta yfirþyrmandi.

Meðan eru aðrir sem elska rútínuna og að finna hversdagsleikann koma yfir okkur en á sama tíma finnst þeim þau ekki hafa nægan tíma fyrir allt sem þeim langar að gera.

Rútínan í dag er að mörguleiti ákveðin af umhverfinu, hvernig vinnan og skólinn eru sett upp, börnin og hversdagslegt amstur.

Í nokkur ár hef ég unnið í rútínunni minni, fundið leiðir og aðlagað mig að lífinu í hvert sinn. Ég hef fundið að ef ég hef ekki fastann grunn sem ég kalla rútínu þá týnist ég bara í amstri lífsins.

Rútínan er ekki heilög og miða ég við 80/20 regluna sem er heilbrigð skynsemi. 

80% af tímanum er ég í þessum takti sem kallast rútína, 20% af tímanum er ég að leika mér.

Það er mikilvægt að hafa inni í rútínunni okkar líka hluti sem næra okkur, vinna með gildunum okkar og að við notum styrkleikana okkar. 

Er það í þinni rútínu?

Ef við hugsum um rútínu sem við sköpum verður hún þá ekki ögn meira spennandi?

Magnaða er að það er hægt að hafa rútínu og hafa tíma til að gera ekkert.


Landlæknir talar um 30 mínútna hreyfingu alla daga, sofa 7-8 tíma, borða reglulega en okkar stærsta afsökun fyrir þessu öllu er oft ég hef ekki tíma.

Eða heimilið okkar er á hvolfi ýtrekað og orðið íþyngjandi ástand því við höfum bara ekki tíma.


Ég skora á þig að skoða rútínuna þína næstu vikuna, ert þú að skapa hana eða allir aðrir?

Ert þú að halda á öllum boltum lífsins og biður ekki þá sem eiga í þeim með þér að hjálpa til?

Ertu að nýta alla glugga sem skapast yfir daginn í að næra þig andlega og líkamlega til að fá meiri orku?

Skapaðu rútínuna, þína þú getur það alveg með þínum styrkleikum.


Við eigum bara eitt líf við viljum ekki láta það þjóta hjá og hlaupa á eftir því.


Mig langaði að deila verkfærum sem hafa aðstoðað mig að skapa mér rútínu og góðar venjur. Ég bjó því til lítið hefti sem leiðir mann í gegnum þetta ferli að skoða sína rútínu. Það eitt og sér er góð byrjun en ef við viljum kafa dýpra þá er gott að hafa markþjálfun með.


Endilega hafðu samband ef þú vilt vita meira.

Kærleikskveðja
Karen Ösp

Karen Ösp Friðriksdóttir