Karen Ösp Friðriks.

Hver er
Karen Ösp

Ég er eiginkona, stjúpmamma, hundamamma, dóttir, systir, vinkona… 
Ég hef verið mikið í skapandi listum frá unga aldri og var djúpt sokkin í leiklistina þegar ég tapa heilsunni minni og tek mér síðan 8 ár í að læra á lífið upp á nýtt. 

Ástríða mín er fyrir fólki og að sjá það láta drauma sína rætast þannig lá leið mín í að læra markþjálfun.
Við getum svo ótrúlega mikið þegar við vitum hvert við ætlum, lærum á styrkleika okkar og gefum okkur tíma að skoða okkur sjálf.

Oft ert þú þín stærsta hraðahindrun.


Ég er ACC vottaður markþjálfi frá International Coaching Federation og starfa ég eftir siðareglum þeirra.
Einnig er ég með réttindi sem NBI practitioner.

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og fá rými til að skoða sjálfa sig. Finna hver sé raunverulega útgáfan af þér þegar þú ferð beint inn í kjarnann þinn.


Markþjálfun er aðferðarfræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að fá skýrari framtíðarsýn, finna styrkleika sína og lifa gildin sín.


Markþjálfun er samræðuferli og er markþjálfinn einungis til að halda utan um samtalið, spurja kraftmikla spurninga og beita beinna tjáskipta en ekki ráðleggja skjólstæðingi sínum.


Markþjálfi skoðar ekki fortíðina heldur raun stöðuna núna og framtíðina.

Markþjálfun gagnast fyrirtækjum, einstaklingum og pörum.

 

Hvað er NBI

Neethling Brain Instrument er byggt á vísindarannsóknum sem Dr. Kobus Neethling gerði á yfir 200.000 einstaklingum frá ýmsum löndum á öllum aldri.

NBI skoðar hugsniðið þitt, það er ekkert rétt eða rangt heldur auðveldar þér að skilja betur þinn hugsunarhátt þegar kemur að
-ákvörðunum
-samskiptum
-framkomu
-viðskiptum
-forgangsmálum
-vandamálum
- tengslamyndun

Kostir þess að skilja sitt eigið hugsnið er að þú myndar betri tengsl, ert virkari þátttakandi í vinnu og tekur skynsamlegar og viðeigandi ákvarðanir. Auk þess að skilja betur ágreining sem þú átt ef til vill við fólk.

color-3.jpg
 

Færslur

 

Rútínan kemur með haustinu

Þrátt fyrir yndislega sólardaga sem hafa minnt okkur á sumarið er hversdagsleikinn með sinni rútínu mættur inn á flest heimili.

Að byrja aftur að vinna

Nú fer að líða að sumri, sem tákna oft tímamót hjá fólki. Ýmist er fólk að fara aftur í vinnu eftir að hafa verið í skóla, jafnvel að útskrifast, einhverjir ætla aftur á vinnumarkað í haust eftir veikindaleyfi mögulega… Sumar er tíminn þar sem við finnum oft kraft í að breyta eða halda áfram…

 

Hafa samband

color-3.jpg